Stjórnandi forrita
Ýttu á
og veldu
Verkfæri
>
Stj. forrita
. Þú getur sett
upp tvenns konar forrit og hugbúnað í tækinu:
• J2ME™ forrit byggð á Java tækni með endingunni .jad
eða .jar (
).
• Önnur forrit og hugbúnaður sem henta Symbian-
stýrikerfinu (
). Uppsetningarskrárnar hafa
endinguna .sis. Aðeins skal setja upp hugbúnað
sem er sérstaklega hannaður fyrir Nokia-tækið þitt.
Hugbúnaðarframleiðendur vísa stundum til opinbers
heitis þessarar vöru.
Hægt er að flytja uppsetningarskrár í tækið úr samhæfðri
tölvu, hlaða þeim niður þegar vafrað er og fá þær sendar
sem margmiðlunarboð, sem tölvupóstsviðhengi eða
með Bluetooth eða innrauðu tengi. Hægt er að nota
Nokia Application Installer í Nokia PC Suite til að setja upp
forrit í tækinu. Ef þú notar Microsoft Windows Explorer til
að flytja skrá skaltu setja skrána á minniskort (staðbundinn
disk).
Uppsetningarskrár (.sis) eru áfram í minni tækisins eftir að
forrit þeirra hafa verið sett upp á samhæfu minniskorti.
Skrárnar geta tekið mikið minni og valdið því að ekki sé
hægt að vista aðrar skrár. Til að losa um minni skaltu nota
Nokia PC Suite til að taka öryggisafrit af
uppsetningarskrám og setja afritið á samhæfa tölvu.
Verkfæri
115
Að því loknu skaltu nota Skráarstjórann til að eyða
uppsetningarskránum úr minni tækisins. Ef .sis-skráin
hefur verið send sem viðhengi í skilaboðum skal eyða
skilaboðunum úr innhólfinu.