
UpnP-hjálp
Þegar þú færð aðgang að heimanetinu í fyrsta skipti
opnast uppsetningarhjálpin og leiðbeinir þér við að
tilgreina heimanetsstillingarnar í tækinu. Ef
uppsetningarhjálpin er notuð seinna skaltu velja
Valkostir
>
Keyra hjálp
á aðalskjámynd heimanetsins og fara eftir
leiðbeiningunum á skjánum.
Til að hægt sé að tengja samhæfa tölvu við heimanet
þarf fyrst að setja upp Home Media Server hugbúnaðinn
á DVD-diskinum sem fylgir með tækinu.