Nokia N93 - Skilaboð

background image

Skilaboð

44

Skilaboð

Ýttu á

takkann og veldu

Skilaboð

. Í

Skilaboð

getur þú

búið til, sent, tekið á móti, skoðað, breytt og skipulagt
textaskilaboð, margmiðlunarboð, tölvupóstskeyti og
sérstök textaskilaboð sem innihalda gögn. Þú getur einnig
tekið við skilaboðum og gögnum um Bluetooth eða
innrauða tengingu, tekið við vefþjónustuboðum,
skilaboðum frá endurvarpa og sent þjónustuskipanir.

Til athugunar: Tækið kann að staðfesta að skilaboð

hafi verið send á númer skilaboðamiðstöðvar sem
hefur verið vistað í tækinu. Ekki er víst að tækið
staðfesti að skilaboðin hafi borist viðtakanda.
Þjónustuveitan veitir nánari upplýsingar um
skilaboðaþjónustu.

Skilaboð eru búin til með því að velja

Ný skilaboð

.

Aðeins tæki með samhæfar aðgerðir geta tekið á móti
og birt margmiðlunarskilaboð. Útlit skilaboða getur verið
breytilegt eftir móttökutækinu.

Skilaboð

inniheldur eftirfarandi möppur:

Innhólf

—Inniheldur móttekin skilaboð, fyrir utan

tölvupóstskeyti og skilaboð frá endurvarpa.
Tölvupóstskeyti eru vistuð í

Pósthólf

.

Mínar möppur

—Til að skipuleggja skilaboð í möppur.

Ábending! Hægt er að nota textana í

skjalasniðsmöppunni til að komast hjá því að
endurskrifa skilaboð sem eru send oft.

Pósthólf

—Hér er hægt að tengjast við ytra pósthólf

til að sækja nýjan tölvupóst og skoða eldri tölvupóst án
tengingar. Sjá „Tölvupóstur“ á bls. 54.

Uppköst

—Inniheldur drög að skilaboðum sem hafa

ekki verið send.

Sendir hlutir

—Inniheldur síðustu 20 skilaboðin sem

voru send, fyrir utan þau sem hafa verið send um Bluetooth
eða innrauða tengingu. Upplýsingar um hvernig á að
breyta fjölda vistaðra skilaboða er að finna í „Annað
stillingar“ á bls. 56.

Úthólf

—Inniheldur skilaboð sem bíða sendingar.

Dæmi: Skilaboð eru t.d. sett í úthólfið þegar tækið

er utan þjónustusvæðis. Þú getur einnig beðið um að
tölvupóstskeyti verði send næst þegar þú tengist við
ytra pósthólf.

Tilkynningar

—Hægt er að biðja símkerfið að senda

skilatilkynningar fyrir send texta- og margmiðlunarboð
(sérþjónusta). Ekki er víst að hægt sé að fá skilatilkynningar
fyrir margmiðlunarboð sem eru send á tölvupóstfang.

background image

Skilaboð

45

Ábending! Þegar þú opnar einhverja af sjálfgefnu

möppunum geturðu ýtt á

eða

til að skipta á

milli mappa.

Til að slá inn og senda þjónustubeiðnir (einnig þekktar sem
USSD-skipanir) til þjónustuveitunnar, t.d. skipanir um að
virkja sérþjónustu, skaltu velja

Valkostir

>

Þjónustuskipun

í aðalskjá valmöguleikans

Skilaboð

.

Með

Upplýs. frá endurvarpa

(sérþjónusta) getur þú fengið

skilaboð frá þjónustuveitunni um mismunandi efni, t.d.
veður og umferð. Upplýsingar um hvaða efni eru í boði
og efnisnúmer fást hjá þjónustuveitunni. Í aðalskjá
valmöguleikans

Skilaboð

skaltu velja

Valkostir

>

Upplýs.

frá endurvarpa

. Í aðalskjánum sést staða efnis, númer

þess, heiti og hvort það hefur verið merkt sem (

) til að

fylgja því eftir.

Ekki er hægt að fá upplýsingar frá endurvarpa í UMTS-
símkerfum. Pakkagagnatenging getur valdið því að
upplýsingar frá endurvarpa berist ekki.