Nokia N93 - Minniskort

background image

Minniskort

Hægt er að auka geymslugetu með
miniSD-korti og spara þannig minni
tækisins. Einnig er hægt að taka afrit af
upplýsingunum í tækinu og vista þær á
minniskortinu.

Aðeins skal nota samhæf miniSD-kort með þessu tæki.
Önnur minniskort, svo sem Reduced Size MultiMedia-kort,
passa ekki í raufina fyrir minniskortið og eru ekki samhæf
þessu tæki. Notkun ósamhæfs minniskorts getur skemmt
minniskortið og einnig tækið, og gögn sem eru geymd á
ósamhæfa kortinu geta skaddast.

Öll minniskort skal geyma þar sem börn ná ekki til.

Minniskorti komið fyrir

1

Til að opna lokið á
minniskortsraufinni
skaltu snúa því
rangsælis upp.

2

Settu minniskortið í
raufina. Gættu þess að
snertifletirnir á
kortinu snúi upp.

3

Ýttu kortinu inn. Smellur heyrist
þegar kortið fellur á sinn stað.

4

Lokaðu raufinni.

Minniskort fjarlægt

1

Áður en minniskortið er fjarlægt
skaltu ýta á

og velja

Fjarl.

minniskort

. Öllum forritum er

lokað.

2

Þegar

Fjarlægðu minniskort og styddu á 'Í lagi'

birtist skaltu opna lokið fyrir raufinni.

3

Ýttu á minniskortið til að losa það úr raufinni.

4

Fjarlægðu minniskortið. Ef kveikt er á tækinu skaltu
velja

Í lagi

þegar beðið er um það til staðfestingar.

Mikilvægt: Fjarlægið ekki minniskortið meðan á

aðgerð stendur og kortið er í notkun. Ef kortið er fjarlægt í
miðri aðgerð getur það valdið skemmdum á minniskortinu
og tækinu sjálfu og gögn sem geymd eru á kortinu geta
skemmst.