
Heimakerfi
Tækið þitt er UpnP-samhæft. Með tæki sem er með
aðgangsstað í þráðlausu staðarneti geturðu búið til
heimakerfi og tengt samhæf UPnP-tæki við það, til dæmis
Nokia-tæki, samhæfa tölvu, samhæfan prentara, samhæft
hljóðkerfi eða sjónvarp - eða hljóðkerfi/sjónvarp sem er
búið samhæfum móttakara fyrir þráðlaus kerfi.
Eftir að heimakerfið hefur verið stillt er hægt að afrita,
skoða eða spila samhæfar skrár og prenta út myndir í
Gallerí
á öðrum tækjum sem eru tengd við það. Þannig er
t.d. hægt að skoða myndir sem eru vistaðar í Nokia-tækinu
í samhæfu sjónvarpi. Sjá „Heimanet“ á bls. 87 og
„Myndprentun“ á bls. 42.
Til að setja upp heimakerfi á þráðlausu staðarneti skaltu
fyrst búa til og stilla netaðgangsstaðinn fyrir þráðlausa
staðarnetið, og svo stilla tækin. Setja skal upp stillingar
í Nokia-tækinu í
Heimanet
. Til að hægt sé að tengja
samhæfa tölvu við heimakerfi þarf fyrst að setja upp Home
Media Server hugbúnaðinn á DVD-diskinum sem fylgir með
Nokia-tækinu.
Þegar allar nauðsynlegar stillingar hafa verið valdar í
öllum tækjunum sem eru tengd við það geturðu notað
Heimanet
til að samnýta skrárnar þínar. Sjá „Skrár
skoðaðar“ á bls. 89.