Myndumhverfi
Myndumhverfi hjálpa þér við að finna réttu stillingarnar
fyrir liti og lýsingu. Veldu rétt myndumhverfi af listanum
fyrir myndir eða hreyfimyndir. Stillingarnar fyrir hvert
myndumhverfi henta því sérstaklega.
Myndumhverfi er aðeins að finna í aðalmyndavélinni.
Flettu gegnum tækjastikuna og veldu myndumhverfi fyrir
hreyfi- eða kyrrmyndir.
Sjálfgefna stillingin fyrir myndumhverfi er
Sjálfvirkt
.
Til að búa til þitt eigið myndumhverfi fyrir tilteknar
aðstæður skaltu velja
Notandi tilgreinir
>
Valkostir
>
Breyta
. Í myndumhverfi sem notandi skilgreinir er hægt að
velja mismunandi stillingar fyrir lýsingu og liti. Hægt er að
afrita stillingar úr öðru myndumhverfi með því að velja
Byggt á myndumhverfi
og svo stillinguna.