Nokia N93 - Tónlist flutt

background image

Tónlist flutt

Hægt er að flytja tónlist frá samhæfri tölvu eða
öðru samhæfu tæki með samhæfri USB-snúru eða
um Bluetooth-tengingu. Nánari upplýsingar, sjá
„Bluetooth-tenging“ á bls. 83.

Til að uppfæra safnið þegar lögin í tækinu hafa verið
uppfærð skaltu velja

Valkostir

>

Uppfæra Tónlistarsafn

Tölvan þarf að uppfylla eftirfarandi til að hægt sé að
flytja tónlist:

• Microsoft Windows XP stýrikerfi (eða nýrra)
• Samhæf útgáfa af Windows Media Player forritinu.

Hægt er að fá nánari upplýsingar um samhæfni
Windows Media Player í Nokia N93 kaflanum á
vefsetri Nokia.

• Nokia PC Suite 6.7 eða nýrri útgáfa

Tónlist flutt úr tölvu

Hægt er að beita þrem mismunandi aðferðum við flutning
úr tölvu:

• Til að sjá tækið á tölvunni sem ytri harðan disk sem

hægt er að flytja allar gagnaskrár í skaltu koma á
tengingu með samhæfri USB-snúru eða um Bluetooth.
Ef notuð er USB-snúra skaltu velja

Gagnaflutningur

til

að tengjast. Setja þarf samhæft minniskort í tækið.

• Til að samstilla tónlistina við Windows Media Player

skaltu stinga USB-snúrunni í samband og velja

background image

Miðlunarf

o

rrit

41

Miðlunarspilari

sem tengingaraðferð. Setja þarf

samhæft minniskort í tækið.

• Til að nota Nokia Music Manager í Nokia PC Suite,

skaltu stinga USB-snúrunni í samband og velja

PC Suite

sem tengingaraðferð.

Til að breyta sjálfgefinni stillingu USB-tengingar skaltu ýta
á

og velja

Tenging

>

Gagnasn.

>

Still. f. gagnasnúru

.

Bæði Windows Media Player og Nokia Music Manager í
Nokia PC Suite eru til þess gerðir að flytja tónlistarskrár
eins og best verður á kosið. Upplýsingar um hvernig flytja
á tónlist með Nokia Music Manager, sjá leiðarvísirinn
meðNokia PC Suite.

Tónlist flutt með Windows Media Player

Samstilling tónlistar getur verið mismunandi eftir því
hvaða útgáfa af Windows Media Player forriti er notuð.
Nánari upplýsingar er að finna í viðkomandi handbókum
og hjálparforritum sem fylgja Windows Media Player.

Handvirk samstilling

Þegar tækið hefur verið tengt við samhæfa tölvu velur
Windows Media Player handvirka samstillingu ef ekki er
nægilegt minni í tækinu. Með handvirkri samstillingu er
hægt að velja lög og spilunarlista sem á að flytja, afrita eða
eyða.

Í fyrsta skipti sem tækið er tengt þarf að slá inn nafn sem
nota skal sem nafn tækisins í Windows Media Player.

Til að flytja handvirkt val:

1

Þegar búið er að tengja tækið við Windows Media
Player skaltu velja tækið í upplýsingaglugganum, ef
fleiri en eitt tæki eru tengd.

2

Dragðu lögin eða plöturnar yfir í listagluggann til
samstillingar. Til að eyða lögum eða plötum skaltu
velja hlut á listanum og smella á Remove from list.

3

Gættu þess að listaglugginn innihaldi skrár sem þú vilt
samstilla og að nægilegt minni sé í tækinu. Smelltu á
Start Sync. til að hefja samstillinguna.

Sjálfvirk samstilling

Til að breyta sjálfgefna skráarflutningskostinum í
Windows Media Player skaltu smella á örina undir Sync,
velja tækið og smella á Set up Sync.. Hreinsaðu eða veldu
reitinn Sync this device automatically.

Ef reiturinn Sync this device automatically er valinn og
tækið tengt uppfærist tónlistarsafnið sjálfvirkt með þeim
spilunarlistum sem valdir voru í Windows Media Player.

Ef engir spilunarlistar hafa verið valdir er allt tónlistarsafn
tölvunnar valið til samstillingar. Hafa skal í huga að
tölvusafnið getur innihaldið fleiri skrár en komast fyrir í
minni tækisins og á samhæfa minniskorti tækisins. Sjá
nánari upplýsingar í hjálparforriti Windows Media Player.

Spilunarlistarnir í tækinu eru ekki samstilltir við
spilunarlistana í Windows Media Player.

background image

Miðlunarf

o

rrit

42