Forsendur fyrir samnýtingu hreyfimynda
Þar sem síminn þarf að vera tengdur við þriðju kynslóðar
farsímakerfi (UMTS) til að hægt sé að nota valkostinn
Samn. hre.m.
veltur
Samn. hre.m.
á því hvort slíkt símkerfi
sé til staðar. Upplýsingar um farsímakerfi og gjald fyrir
notkun forritsins fást hjá þjónustuveitunni. Til að nota
Samn. hre.m.
þarftu að gera eftirfarandi:
• Gakktu úr skugga um að
Samn. hre.m.
sé sett
upp í Nokia N93 tækinu þínu.
• Gakktu úr skugga um að tækið þitt sé sett upp fyrir
tengingar á milli einstaklinga. Sjá „Stillingar“ á bls.61.
• Gakktu úr skugga um að þú hafir virka UMTS-tengingu
og sért innan dreifisvæðis UMTS-símkerfis. Sjá
„Stillingar“ á bls. 61. Ef þú byrjar samnýtinguna meðan
þú ert innan UMTS-farsímakerfis og skipt er yfir í GSM-
farsímakerfi, lýkur samnýtingunni en símtalið heldur
áfram.
• Gakktu úr skugga um að bæði sendandinn og
viðtakandinn séu skráðir á UMTS-símkerfið. Ef þú býður
einhverjum í samnýtingu og viðkomandi hefur slökkt á
símanum sínum eða er ekki innan UMTS-svæðisins veit
viðkomandi ekki að þú ert að senda boð. Þú færð hins
vegar villuboð um að viðtakandinn geti ekki samþykkt
boðið.
Hringt úr tækinu
61