Netþjónusta opnuð
Til að skoða myndir og hreyfimyndir, sem hlaðið hefur
verið upp, í netþjónustunni, og drög og sendar færslur í
möppunni
Myn. & hr.m.
í tækinu skaltu velja
Valkostir
>
Opna þjónustu
. Einnig er hægt að búa til og breyta
áskriftum án tengingar. Hafi nýr áskrifandi verið skráður
án tengingar eða áskrift eða þjónustustillingum breytt
með netvafra og uppfæra eigi þjónustulistann í tækinu
skaltu velja
Valkostir
>
Sækja blogglista
. Veldu þjónustu
af listanum.
Þegar þjónusta hefur verið valin skal velja úr eftirfarandi:
•
Opna í vafra
—til að tengjast valinni þjónustu og skoða
albúm sem hlaðið hefur verið upp eða eru geymd sem
drög í netvafranum. Það fer eftir þjónustuveitunni
hvað hægt er að skoða.
•
Drög
—til að skoða og breyta drögunum og hlaða þeim
upp á netið.
•
Sendar
—til að skoða 20 nýjustu færslurnar sem búnar
voru til í tækinu þínu.
•
Ný færsla
—til að búa til nýja færslu.
Það fer eftir þjónustuveitunni hvaða kostir eru í boði.